Byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 14. ágúst 2017 16:15 N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar. Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar.
Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43
Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00