„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Sæunn Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Vísir/Stefán Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún. Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, samtaka sem aðstoða fólk við að koma sér út í lífið á ný eftir geðræn veikindi, segir þetta atvik sláandi en ekki koma á óvart í ljósi þess hve mikið álag sé á spítalanum. Mikilvægt sé einnig að grípa inn í fyrr. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða og þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í h erbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Málfríður segir tilfellið til marks um hve mikið álag sé á landspítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu almennt. „Fyrst og fremst er maður ofboðslega sleginn og sorgmæddur yfir svona tíðindum en samt sem áður vitum við það að álagið á Landspítalanum og geðheilbrigðiskerfinu almennt er gríðarlega mikið. Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist,” segir Málfríður. „Hins vegar hef ég sjálf legið á geðdeild og veit það að það þarf mikið til til að geta tekist svona inn á deildinni. Ég held að svona gerist bara út af álagi, álagi á kerfinu og álagi á spítalanum,” segir Málfríður.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.Hún telur að mikilvægt sé að grípa inn í fyrr þegar veikindi komi upp. „Það þarf að horfa á þetta í heild sinni. Það er löngu sprungið kerfið inn á Landspítalanum en það má grípa inn í þegar fólk er kannski ekki komið á þennan stað og bæta kerfið. Eins og til dæmis, ég get bara talað fyrir Hugarafl, það sem við erum að berjast fyrir í dag er að það leggist ekki af til að við getum gripið inn í.“ Hugarafli var neitað um fjármagn fyrir árið í ár og hafa samtökin verið að berjast fyrr tilvist sinni. „Við erum með að jafnaði 160 manns í þjónustu og það getur þýtt ef það leggist af aukið álag á Landspítalann, heilsugæslu og því miður gæti það þýtt einhver dauðsföll,“ segir Málfríður. Málfríður telur einnig að ráðamenn þurfi að opna augun fyrir því að staðan í geðheilbrigðiskerfinu sé eins alvarleg og sjálfsvígið gefi til kynna um. „Líf geðsjúkra er líka dýrmætt," segir hún.
Tengdar fréttir Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41