Gjaldtaka hafin í Raufarhólshelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2017 14:30 Eiríkur Ingvarsson hefur unnið að verkefninu fyrir hönd Kirkju sjöunda dags aðventista sem eiga jörðina sem Raufarhólshellir stendur á. Vísir/Vilhelm Opnað var fyrir gesti í Raufarhólshelli, í Leitarhrauni austan Bláfjalla í Þrengslunum, í dag og kostar 4900 krónur að skoða hellinn í sumar. Hellirinn hefur verið lokaður frá því um áramót en síðan hafa staðið yfir framkvæmdir í hellinum. Pöllum hefur verið komið upp, stígar hlaðnir og ljósabúnaði komið fyrir. Landið er í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista en fyrirtækið Raufarhóll tók landið á leigu frá og með 1. júní í fyrra. Meðal fjárfesta í Raufarhóli er Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway en stærsti fjárfestirinn er Icelandic Tourism Fund, fjárfestingasjóður á vegum Landsbréfa.Úr Raufarhólshelli í gær.Vísir/VilhelmEiríkur Ingvarsson, sem á sæti í framkvæmdastjórn Raufarhóls, segist hafa unnið að verkefninu í tvö ár fyrir hönd landeigandans. Hann segir að opnað hafi verið fyrir bókanir í ársbyrjun og fyrstu gestirnir mættu í morgun. Unnið hefur verið að frágangi fram á síðustu mínútu. „Það er þessi íslenski stíll. Þegar síðustu iðnaðarmennirnir fara þá koma fyrstu gestirnir,“ segir Eiríkur. Hann segir útlitið gott fyrir sumarið miðað við bókanir það sem af er. Opið verður alla daga vikunnar en um klukkustundarheimsókn er að ræða. Sú fyrsta klukkan tíu á morgnana og sú síðasta fimm síðdegis.Sjá einnig:Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Almennt verð í heimsókn í Raufarhólshelli verður 6400 krónur frá og með haustinu. 4900 krónur kostar að skoða hellinn í sumar en almennt verð er 6400 krónur.Vísir/Vilhelm„Verðið ákvarðast af því að þarna er stöðug vakt af fólki sem hefur fengið öryggis- og jarðfræðiþjálfun. Svo er þetta náttúrulega gríðarleg fjárfesting,“ segir Eiríkur. Fjórir starfsmenn standi vaktina í hellinum á hverjum degi. Samstarf landeigenda við fjárfesta hefur gengið ótrúlega vel að sögn Eiríks og leggur hann áherslu á að um umhverfisverndarverkefni sé að ræða. „Allt það sem er gert þarna inni var gert með því hugarfari að það er hægt að taka þetta niður, skrúfa og bera út og hellirinn er í nákvæmlega sama ástandi og hann var fyrir. Þetta er gott verkefni og fyrst og fremst er þetta verndunarverkefni,“ segir Eiríkur. Sorglegt sé að horfa á staði eins og Gullfoss og Geysi vera troðna niður.Ljósabúnaður lýsir upp hellinn.Vísir/Vilhelm„Þarna erum við búnir að stoppa að átroðningurinn breiði út frá sér. Það er búið að fjarlægja fleiri tonn af sorpi úr hellinum þar með talinn klósettpappír í stöflum. Núna verður komið upp almenningssalernum svo ferðamenn geta komið þarna inn og gert sín stykki þar en ekki einhvers staðar annars staðar. Það er búið að gera ótrúlega mikið út frá náttúruverndarsjónarmiðum.“Sjá einnig:Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Raufarhólshellir er á náttúruminjaskrá og eins og Kerið þar sem gjaldtaka hefur verið undanfarin ár. Gjaldtaka á vinsælum ferðamannastöðum hefur verið deiluefni undanfarin ár og mál ratað fyrir dómstóla. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gjaldtaka á Geysissvæðinu væri óheimil en sá munur er á svæðinu og fyrrnefndum svæðum að hluti landsins er í eigu ríksins.Göngustígar og pallar hafa verið lagðir og settir upp.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Opnað var fyrir gesti í Raufarhólshelli, í Leitarhrauni austan Bláfjalla í Þrengslunum, í dag og kostar 4900 krónur að skoða hellinn í sumar. Hellirinn hefur verið lokaður frá því um áramót en síðan hafa staðið yfir framkvæmdir í hellinum. Pöllum hefur verið komið upp, stígar hlaðnir og ljósabúnaði komið fyrir. Landið er í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista en fyrirtækið Raufarhóll tók landið á leigu frá og með 1. júní í fyrra. Meðal fjárfesta í Raufarhóli er Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway en stærsti fjárfestirinn er Icelandic Tourism Fund, fjárfestingasjóður á vegum Landsbréfa.Úr Raufarhólshelli í gær.Vísir/VilhelmEiríkur Ingvarsson, sem á sæti í framkvæmdastjórn Raufarhóls, segist hafa unnið að verkefninu í tvö ár fyrir hönd landeigandans. Hann segir að opnað hafi verið fyrir bókanir í ársbyrjun og fyrstu gestirnir mættu í morgun. Unnið hefur verið að frágangi fram á síðustu mínútu. „Það er þessi íslenski stíll. Þegar síðustu iðnaðarmennirnir fara þá koma fyrstu gestirnir,“ segir Eiríkur. Hann segir útlitið gott fyrir sumarið miðað við bókanir það sem af er. Opið verður alla daga vikunnar en um klukkustundarheimsókn er að ræða. Sú fyrsta klukkan tíu á morgnana og sú síðasta fimm síðdegis.Sjá einnig:Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Almennt verð í heimsókn í Raufarhólshelli verður 6400 krónur frá og með haustinu. 4900 krónur kostar að skoða hellinn í sumar en almennt verð er 6400 krónur.Vísir/Vilhelm„Verðið ákvarðast af því að þarna er stöðug vakt af fólki sem hefur fengið öryggis- og jarðfræðiþjálfun. Svo er þetta náttúrulega gríðarleg fjárfesting,“ segir Eiríkur. Fjórir starfsmenn standi vaktina í hellinum á hverjum degi. Samstarf landeigenda við fjárfesta hefur gengið ótrúlega vel að sögn Eiríks og leggur hann áherslu á að um umhverfisverndarverkefni sé að ræða. „Allt það sem er gert þarna inni var gert með því hugarfari að það er hægt að taka þetta niður, skrúfa og bera út og hellirinn er í nákvæmlega sama ástandi og hann var fyrir. Þetta er gott verkefni og fyrst og fremst er þetta verndunarverkefni,“ segir Eiríkur. Sorglegt sé að horfa á staði eins og Gullfoss og Geysi vera troðna niður.Ljósabúnaður lýsir upp hellinn.Vísir/Vilhelm„Þarna erum við búnir að stoppa að átroðningurinn breiði út frá sér. Það er búið að fjarlægja fleiri tonn af sorpi úr hellinum þar með talinn klósettpappír í stöflum. Núna verður komið upp almenningssalernum svo ferðamenn geta komið þarna inn og gert sín stykki þar en ekki einhvers staðar annars staðar. Það er búið að gera ótrúlega mikið út frá náttúruverndarsjónarmiðum.“Sjá einnig:Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Raufarhólshellir er á náttúruminjaskrá og eins og Kerið þar sem gjaldtaka hefur verið undanfarin ár. Gjaldtaka á vinsælum ferðamannastöðum hefur verið deiluefni undanfarin ár og mál ratað fyrir dómstóla. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gjaldtaka á Geysissvæðinu væri óheimil en sá munur er á svæðinu og fyrrnefndum svæðum að hluti landsins er í eigu ríksins.Göngustígar og pallar hafa verið lagðir og settir upp.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30