Hefur áhyggjur af réttindum starfsmanna Ríkisútvarpsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Kolbeinn Proppé spurðist fyrir um starfsmannahald RÚV, en það hefur tekið langan tíma að fá svör. vísir/pjetur „Mér finnst að stofnun eins og Ríkisútvarpið, flaggskip íslenskrar menningar, beri að vera með svona hluti á hreinu. Hagræðingarkrafa eða rekstrartölur mega aldrei verða til þess að það sé gengið á réttindi starfsmanna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra um fjölda starfsmanna á verktakasamningi við RÚV. „Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu og ekki bara að taka þátt og þátt, heldur séu að sinna fullri starfsskyldu en séu ekki fastráðnir starfsmenn heldur verktakar,“ segir Kolbeinn við Fréttablaðið. Þá vill hann líka vita hversu langan tíma það tekur hjá starfsmönnum stofnunarinnar að fá fastráðningu. „Af því að það eru ákveðin réttindi sem fylgja því,“ bætir Kolbeinn við.Kolbeinn Óttarsson ProppéÁ þingfundi í fyrradag sakaði Kolbeinn ráðherra menningarmála, Kristján Þór Júlíusson, um að víkja sér undan því að svara fyrirspurninni vegna þess að hún væri óþægileg. Fréttablaðið hefur aftur á móti þær upplýsingar frá ráðuneytinu að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum frá Ríkisútvarpinu. Svör við fyrirspurninni hafi hins vegar dregist vegna þess að tímafrekt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Kolbeinn hefur hins vegar ítrekað sagt að það hljóti að vera hægt að svara þessari upplýsingu greiðlega. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé mjög auðvelt að svara þessari spurningu fyrir starfsmannahald RÚV. Það er ekki verið að biðja um neina greiningu, bara tölulegar staðreyndir,“ segir hann. Kolbeinn óttast að sé verktakasamningum að fjölga hjá RÚV sé stofnunin að fara á svig við kjarasamninga og launataxta. „Ef þú ert ráðinn inn sem verktaki þá eru það bara samningar milli þín og verkkaupans,“ segir Kolbeinn og bætir við að þar með njóti starfsmaðurinn ekki lengur þeirra réttinda sem fylgir því að vera launþegi. „Mér finnst ótækt að þetta viðgangist hjá ríkisstofnun, jafnvel þótt hún sé opinbert hlutafélag,“ segir Kolbeinn. Ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnumarkaðsmálum og hvað varðar réttindi starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Mér finnst að stofnun eins og Ríkisútvarpið, flaggskip íslenskrar menningar, beri að vera með svona hluti á hreinu. Hagræðingarkrafa eða rekstrartölur mega aldrei verða til þess að það sé gengið á réttindi starfsmanna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra um fjölda starfsmanna á verktakasamningi við RÚV. „Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu og ekki bara að taka þátt og þátt, heldur séu að sinna fullri starfsskyldu en séu ekki fastráðnir starfsmenn heldur verktakar,“ segir Kolbeinn við Fréttablaðið. Þá vill hann líka vita hversu langan tíma það tekur hjá starfsmönnum stofnunarinnar að fá fastráðningu. „Af því að það eru ákveðin réttindi sem fylgja því,“ bætir Kolbeinn við.Kolbeinn Óttarsson ProppéÁ þingfundi í fyrradag sakaði Kolbeinn ráðherra menningarmála, Kristján Þór Júlíusson, um að víkja sér undan því að svara fyrirspurninni vegna þess að hún væri óþægileg. Fréttablaðið hefur aftur á móti þær upplýsingar frá ráðuneytinu að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum frá Ríkisútvarpinu. Svör við fyrirspurninni hafi hins vegar dregist vegna þess að tímafrekt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Kolbeinn hefur hins vegar ítrekað sagt að það hljóti að vera hægt að svara þessari upplýsingu greiðlega. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé mjög auðvelt að svara þessari spurningu fyrir starfsmannahald RÚV. Það er ekki verið að biðja um neina greiningu, bara tölulegar staðreyndir,“ segir hann. Kolbeinn óttast að sé verktakasamningum að fjölga hjá RÚV sé stofnunin að fara á svig við kjarasamninga og launataxta. „Ef þú ert ráðinn inn sem verktaki þá eru það bara samningar milli þín og verkkaupans,“ segir Kolbeinn og bætir við að þar með njóti starfsmaðurinn ekki lengur þeirra réttinda sem fylgir því að vera launþegi. „Mér finnst ótækt að þetta viðgangist hjá ríkisstofnun, jafnvel þótt hún sé opinbert hlutafélag,“ segir Kolbeinn. Ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnumarkaðsmálum og hvað varðar réttindi starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira