Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2017 12:48 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir mikilvægt að efla enn frekar varnir á svæðinu. Páll Björgvin Guðmundsson Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18