Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2017 12:48 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir mikilvægt að efla enn frekar varnir á svæðinu. Páll Björgvin Guðmundsson Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.Heppileg tilviljun að verktakar voru á svæðinu „Það vildi svo vel til að það voru verktakar hérna á staðnum frá Suðurverki sem voru að vinna að Norðfjarðargöngum.“ Bæjarstjórinn segir þeir hafi strax brugðist við og komið sér að verki.„Ég vil segja að þeir hafi í raun og veru komið í veg fyrir það tjón sem hefði getað orðið. Að brúin hefði hreinlega farið. Þeir eiga miklar þakkir skyldar.“Ofanflóðavarnirnar sönnuðu sig Spurður að því hvaða lærdóm mætti draga af síðasta sólarhringi segir Páll Björgvin að við eigum að verja meira fjármagni í varnir. „Sem betur fer höfðum við sett fjármagn í sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og það er búið að setja upp ofanflóðarvarnir til dæmis á Eskifirði.“ Það hafi einmitt verið búið að setja upp slíkar varnir í Hlíðarendaá. „Ég vil meina að það skipti miklu máli í þessu, Það hefði örugglega farið mikið verr ef ekki hefðu verið þær varnir sem var búið að búa til.“Verktakar að störfum við Hlíðarendaá.Snorri AðalsteinssonEigum ekki að spara þegar öryggi er annars vegar Bæjarstjórinn hvetur ríkið til að veita meira fjármagni úr ofanflóðasjóði í þessi verkefni. Við eigum að læra af þessu. Það eru til nægir peningar í ofanflóðasjóði.„Við eigum að draga þann lærdóm að varnirnar virka. Þær bjarga mannslífum og þær bjarga eignum fólks og menn eiga ekki að draga úr fjármagni sem lýtur að öryggi fólks á þessum svæðum.“ Í Fjarðabyggð var það Eskifjörður sem fór verst úr út vatnstjóninu í gær. „Það er búið að vera mikið vatnsveður undanfarna daga á þessum slóðum í tvo daga. Það hefur rignt mikið meira en við eigum að venjast á þessum árstíma,“ segir Páll Björgvin sem hefur átt í nógu að snúast á undanförnum sólarhringi.Skemmdir við nýja brú Páll Björgvin segir að mikið af aurframburði sem hafi komið þar fram með Hlíðarendaá sem hafi orðið til þess að nú brú hafi stíflast og vatn hafi tekið að flæða yfir hana. Hann veit ekki til þess að neinn hafi slasast. Aðspurður hvort vinna sé hafin við að meta tjónið segir Björgvin að farið verði í það við fyrsta tækifæri. „Það er búið að minnka mikið rigningin og vatnsmagnið en það er ennþá svolítið rok en það verður farið í það við fyrsta tækifæri að meta hvaða tjón hefur orðið.“ Hann telur að mesta tjónið sé fyrir bæinn sjálfan fremur en á eignum einstaklinga. Vatnsskemdir hafi orðið á vegum og í kringum brúna. Páll Björgvin vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu og verktakanna sem gerðu það að verkum að það varð ekki meira tjón.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18