Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. mars 2017 20:30 Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira