Hótað brottvísun úr Verzló: Nemandi sagður hafa afbakað orð Bjarna Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 11:45 Bjarni Benediktsson mætti í Verzlunarskólann sem gestur í stjórnmálafræðiáfanga í síðustu viku. Vísir Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira