Ásmundur segir United Silicon hafa svikið öll fyrirheit Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson var harðorður á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira