Ásmundur segir United Silicon hafa svikið öll fyrirheit Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson var harðorður á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað þjóðina afsökunar á því á Alþingi í dag að hafa stutt uppbyggingu United Silicon í Helguvík, þar sem fyrirtækið hafi svikið sín fyrirheit. Það greiddi lág laun, reyndi að komast undan skyldum og mengaði umfram það sem lofað hefði verið. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og sagðist hafa verið einn þeirra sem fögnuðu uppbyggingu United Silicon í Helguvík. Hann hafi trúað loforðum fyrirtækisins um fjölbreytt og vellaunuð störf og góðan rekstur í sátt við lög og reglur. „Okkur er illa brugðið. Menungarvandamál, ófullkomin verksmiðja og svikin loforð í launum einkenna upphaf starfseminnar. Fjárfestingasamnngurinn tryggði félaginu að hámarki 15 prósent tekjuskatt, 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi, hlutfall fasteignaskatts 50 prósent lægra en áskilið hámarkshlutfall, gjaldhlutfall gatnagerðargjalds 30 prósent lægra en almenn gjaldskrá Reykjanesbæjar,“ sagði Ásmundur. Þá eigi fyrirtækið rétt á þjálfunaraðstoð vegna starfsmanna upp á tvær milljónir evra og því sé heildarstuðningurinn við fyrirtækið um 700 milljónir króna. Þetta skapi fyrirtækinu töluverða yfirburða stöðu á vinnumarkaði. „En hvernig er hún nýtt? Í stað stóriðjusamninga álveranna greiðir United Silicon starfsmönnum sínum 1.470 krónur á klukksutund í dagvinnu eða undir lágmarkstekjum fyrir fullt starf. Og 2.646 krónur í yfirvinnu sextán klukkustundir á dag eða 80 prósent af tekjutaxtanum sem er undir tekjuviðmiðun,“ sagði Ásmundur. Til að komast upp fyrir lágmarkstekjur greiði fyrirtækið starfsfólki 65 þúsund krónur í bónusgreiðslu á mánuði. Starfsmenn vinni í tólf klukkustundir án vaktaplans til að fyrirtækið sleppi við að semja um vaktagreiðslur við verkalýðsfélögin. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljónir króna stuðning skattgreiðenda til að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru undir tekjuviðmiðunum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða engin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík. Er í alls konar málarekstri við verkalýðsforystuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið. Fyrirtæki sem kemur þannig fram við starfsmenn sína og samfélag og umhverfið í trássi við gefin loforð, á sér ekki bjarta framtíð,“ sagði Ásmundur Friðriksson.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira