Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 David Davis Brexitráðherra sést hér til vinstri ásamt Michel Barnier, formanni samninganefndar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrir helgi. Þar var staða viðræðnanna kynnt en sjötta hluta þeirra lauk í nýliðinni viku. vísir/epa Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira