Gamla markið var á sínum stað í Teignum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.
Að þessu sinni leitaði tölvan ekki langt yfir skammt og valdi mark með þáttastjórnadanum Guðmundi Benediktssyni.
Gamla markið skoraði Gummi Ben í 6-1 sigri KR á Val árið 1997. Gummi þrumaði þá boltanum framhjá Lárusi Sigurðssyni í marki Vals og kom KR í 6-1.
Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gamla markið: Gummi Ben negldi síðasta naglann í kistu Vals fyrir 20 árum | Myndband
Tengdar fréttir

Teigurinn: Pape og félagar í Hornspyrnukeppninni | Myndband
Hornspyrnukeppnin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla.