Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33