Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. vísir/ernir Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Forsætisráðherra segir algjörlega fráleitt að upplýsingar í nýrri skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið mikilvægar í umræðu í aðdraganda kosninga. Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána eða Leiðréttinguna var tilbúin um miðjan október í fyrra en ekki birt fyrr en 18. janúar.Svindl og blekkingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forsætisráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra harðlega á Alþingi fyrr í vikunni. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði Bjarna hafa haldið bæði skýrslunni um Leiðréttinguna og skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum vísvitandi leyndum í aðdraganda kosninga. Hann hefði í raun beitt þjóð og þing blekkingum. Þá var forsætisráðherra sakaður um svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl. Ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Tók of langan tíma Skýrslan um Leiðréttinguna, sem er átta blaðsíður, var unnin á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna en hún tók um 19 mánuði í vinnslu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir vinnslu á þessu svari hafa tekið tekið of langan tíma í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Það verður að hafa það í huga hér að fyrirspurnir, þær renna út sem sagt þegar að þingstörfum lýkur. Þess vegna var það rétt hjá fjármálaráðuneytinu, þar sem að upplýsingarnar voru komnar fram í ráðuneytið eða voru tilbúnar, að koma þessu á framfæri í skýrsluformi. En að öðru leyti kann ég nú ekki vel skýringu á því hvers vegna þetta tók þetta langan tíma,“ segir Bjarni.Ríkisstjórnin stolt af Leiðréttingunni Hann segir ekkert varðandi þessa upplýsingagjöf vera svindl eða blekkingar. „En ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr því að það hefur því miður tekið of langan í þessu tiltekna máli að taka saman upplýsingarnar. Svo getum við tekið aðra sérstaka umræðu um það hvaða þýðingu þau svör hefðu haft í einhverju stóra samhengi hlutanna. Mér finnst algjörlega fráleitt að menn séu að tengja þetta við umræðu sem að hafi verið mikilvæg fyrir kosningar. Vegna þess að ríkisstjórnin sem að þá var, hún vildi allt gera til að koma umræðu um Leiðréttinguna á dagskrá, enda stolt af þeirri aðgerð,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent