„Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 10:33 Helga starfaði hjá Stígamótum og greinir ítarlega frá þeirri reynslu sinni í pistli á Facebook. vísir/daníel Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. Þar segir hún frá því að henni finnist málið vægast sagt ömurlegt en rúmur mánuður er síðan Helga steig fram og kvaðst hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum þegar hún starfaði fyrir Stígamót. Í kjölfarið stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu og Helga af því að starfa fyrir samtökin en Stígamót eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, steig svo til hliðar á meðan fram fór úttekt á starfsháttum samtakanna. Í liðinni viku var tilkynnt að niðurstaða úttektarinnar væri sú að ekkert væri að starfsumhverfinu og að Guðrún myndi snúa aftur til fyrri starfa hjá Stígamótum.Greind með alvarlegt þunglyndi og kvíða Greint var svo frá því um síðustu helgi að Helga og hinar konurnar níu væru ósáttar við úttektina og væru að íhuga næstu skref. Pistillinn sem Helga skrifar núna á Knúzið ber yfirskriftina „Ofbeldið sem ekki má ræða.“ Þar segir Helga frá því að málið allt hafi tekið svo mikið á hana að hún sé nú óvinnufær. Þá sé hún með alvarlegt þunglyndi og kvíða og er farin að taka kvíðalyf í fyrsta sinn á ævinni. „Mig dreymir martraðir, ég forðast að vera úti á meðal fólks og upplifi mig óörugga í femínískum rýmum. Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig fyrir að sverta þessa vöggu femínískrar baráttu gegn ofbeldi. Ég kíki á facebook á morgnanna með kvíðahnút í maganum um að nú sé komið að því, nú sé einhver búin að rakka mig niður, skamma mig eða niðurlægja. Stundum næ ég ekki einu sinni að fara í sturtu í marga daga í röð. Aðra daga ligg ég undir sæng og spæni í mig heilu þáttaseríurnar. Ég innbyrði ótæpilegt magn af sykri og gosi. Mér finnst ég ógeðsleg. Mér finnst ég ekki eiga neitt gott skilið. Maðurinn minn sér um heimilið og börnin að langmestu leyti. Þá litlu orku sem ég á reyni ég að spara fyrir börnin mín, en ég finn að ég er ekki eins góð mamma og ég var og það svíður. Ég er þjökuð af samviskubiti og fordómum gagnvart sjálfri mér. Fordómum gagnvart mér sem þunglyndri manneskju. Fordómum gagnvart mér sem þolanda eineltis,“ segir Helga í pistli sínum. Það sem heldur henni gangandi er að hún veit að þetta er tímabundið þar sem hún kveðst hafa upplifað þetta allt áður sem afleiðingar kynferðislegs og andlegs ofbeldis.„Af hverju segir engin neitt?“ Síðar í pistlinum segir hún frá því að eitt af því sem fékk hana til að stíga fram voru viðbrögðin sem hún fékk þegar hún ræddi reynslu sína við aðrar konur. „Það var alveg sama hvort ég var að tala við konur úr akademíunni, kvennahreyfingunni eða hinum ýmsu femínista grúppum. Það var engin þeirra hissa. Flestar höfðu persónulega reynslu af því að „lenda í Guðrúnu“ eða þekktu einhvern sem hafði þá reynslu. Ég varð bæði hissa og sár. Af hverju segir engin neitt? Af hverju gerir engin neitt í þessu? Svörin sem ég fékk voru eitthvað á þá leið að það hefði alltaf verið þessi áhersla í kvennabaráttunni að konur eigi ekki að fara upp á móti konum. Þessari nálgun er ég bara hjartanlega ósammála. Ég er á móti hvers kyns ofbeldi og kúgun, sama hver beitir því. Við erum öll fær um að misfara með forréttindi okkar, stöðu og völd gagnvart öðrum og beita ofbeldi með því að meiða, særa eða niðurlægja. Spurningin er, hvernig tökumst á við það þegar við erum ásökuð um slíkt? Biðjumst við afsökunar og reynum að gera betur? Eða hunsum við reynslu þess sem meiddi sig og segjum manneskjunni að hún sé að misskilja, upplifa þetta rangt?“Kveðst ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir Helga lýsir síðan starfslokum sínum og hvað það tók á hana að missa tengsl við fyrrum starfsfélaga. Hún lýsir því hvernig þeir sneru við henni bakinu og neituðu að tala við hana en í þeim aðstæðum segir hún að erfitt sé að grípa í aðrar útskýringar en sjálfshatur og sjálfsafsakanir. Pistli sínum, sem lesa má í heild sinni hér, lýkur Helga svo á þessum orðum: „Ég stíg fram vegna þess að ég gerði ekkert rangt, ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Ég er svo heppin að ég á gríðarlega fjölmennt og sterkt bakland sem styður mig í gegnum þetta. Þá er ég ólýsanlega þakklátt öllu því ókunnuga fólki sem hefur gefið sér tíma til að setja sig í samband við mig og hvetja mig áfram. Ég bý við þá gríðarlegu forréttindastöðu að geta borgað fyrir mína eigin áfallameðferð hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig á því sviði. Sálfræðingi sem skrifaði fyrir mig þennan miða sem ég reyni að lesa á hverjum degi „Muna að það sem kom fyrir mig segir ekkert um mig, heldur allt um aðstæðurnar sem ég var í og fólkið þar“. Höfum hátt! Skilum skömminni! Ofbeldi á hvergi að líðast!“ Tengdar fréttir Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07 Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. Þar segir hún frá því að henni finnist málið vægast sagt ömurlegt en rúmur mánuður er síðan Helga steig fram og kvaðst hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum þegar hún starfaði fyrir Stígamót. Í kjölfarið stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu og Helga af því að starfa fyrir samtökin en Stígamót eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, steig svo til hliðar á meðan fram fór úttekt á starfsháttum samtakanna. Í liðinni viku var tilkynnt að niðurstaða úttektarinnar væri sú að ekkert væri að starfsumhverfinu og að Guðrún myndi snúa aftur til fyrri starfa hjá Stígamótum.Greind með alvarlegt þunglyndi og kvíða Greint var svo frá því um síðustu helgi að Helga og hinar konurnar níu væru ósáttar við úttektina og væru að íhuga næstu skref. Pistillinn sem Helga skrifar núna á Knúzið ber yfirskriftina „Ofbeldið sem ekki má ræða.“ Þar segir Helga frá því að málið allt hafi tekið svo mikið á hana að hún sé nú óvinnufær. Þá sé hún með alvarlegt þunglyndi og kvíða og er farin að taka kvíðalyf í fyrsta sinn á ævinni. „Mig dreymir martraðir, ég forðast að vera úti á meðal fólks og upplifi mig óörugga í femínískum rýmum. Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig fyrir að sverta þessa vöggu femínískrar baráttu gegn ofbeldi. Ég kíki á facebook á morgnanna með kvíðahnút í maganum um að nú sé komið að því, nú sé einhver búin að rakka mig niður, skamma mig eða niðurlægja. Stundum næ ég ekki einu sinni að fara í sturtu í marga daga í röð. Aðra daga ligg ég undir sæng og spæni í mig heilu þáttaseríurnar. Ég innbyrði ótæpilegt magn af sykri og gosi. Mér finnst ég ógeðsleg. Mér finnst ég ekki eiga neitt gott skilið. Maðurinn minn sér um heimilið og börnin að langmestu leyti. Þá litlu orku sem ég á reyni ég að spara fyrir börnin mín, en ég finn að ég er ekki eins góð mamma og ég var og það svíður. Ég er þjökuð af samviskubiti og fordómum gagnvart sjálfri mér. Fordómum gagnvart mér sem þunglyndri manneskju. Fordómum gagnvart mér sem þolanda eineltis,“ segir Helga í pistli sínum. Það sem heldur henni gangandi er að hún veit að þetta er tímabundið þar sem hún kveðst hafa upplifað þetta allt áður sem afleiðingar kynferðislegs og andlegs ofbeldis.„Af hverju segir engin neitt?“ Síðar í pistlinum segir hún frá því að eitt af því sem fékk hana til að stíga fram voru viðbrögðin sem hún fékk þegar hún ræddi reynslu sína við aðrar konur. „Það var alveg sama hvort ég var að tala við konur úr akademíunni, kvennahreyfingunni eða hinum ýmsu femínista grúppum. Það var engin þeirra hissa. Flestar höfðu persónulega reynslu af því að „lenda í Guðrúnu“ eða þekktu einhvern sem hafði þá reynslu. Ég varð bæði hissa og sár. Af hverju segir engin neitt? Af hverju gerir engin neitt í þessu? Svörin sem ég fékk voru eitthvað á þá leið að það hefði alltaf verið þessi áhersla í kvennabaráttunni að konur eigi ekki að fara upp á móti konum. Þessari nálgun er ég bara hjartanlega ósammála. Ég er á móti hvers kyns ofbeldi og kúgun, sama hver beitir því. Við erum öll fær um að misfara með forréttindi okkar, stöðu og völd gagnvart öðrum og beita ofbeldi með því að meiða, særa eða niðurlægja. Spurningin er, hvernig tökumst á við það þegar við erum ásökuð um slíkt? Biðjumst við afsökunar og reynum að gera betur? Eða hunsum við reynslu þess sem meiddi sig og segjum manneskjunni að hún sé að misskilja, upplifa þetta rangt?“Kveðst ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir Helga lýsir síðan starfslokum sínum og hvað það tók á hana að missa tengsl við fyrrum starfsfélaga. Hún lýsir því hvernig þeir sneru við henni bakinu og neituðu að tala við hana en í þeim aðstæðum segir hún að erfitt sé að grípa í aðrar útskýringar en sjálfshatur og sjálfsafsakanir. Pistli sínum, sem lesa má í heild sinni hér, lýkur Helga svo á þessum orðum: „Ég stíg fram vegna þess að ég gerði ekkert rangt, ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Ég er svo heppin að ég á gríðarlega fjölmennt og sterkt bakland sem styður mig í gegnum þetta. Þá er ég ólýsanlega þakklátt öllu því ókunnuga fólki sem hefur gefið sér tíma til að setja sig í samband við mig og hvetja mig áfram. Ég bý við þá gríðarlegu forréttindastöðu að geta borgað fyrir mína eigin áfallameðferð hjá sálfræðingi sem sérhæfir sig á því sviði. Sálfræðingi sem skrifaði fyrir mig þennan miða sem ég reyni að lesa á hverjum degi „Muna að það sem kom fyrir mig segir ekkert um mig, heldur allt um aðstæðurnar sem ég var í og fólkið þar“. Höfum hátt! Skilum skömminni! Ofbeldi á hvergi að líðast!“
Tengdar fréttir Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07 Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07
Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45
Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00
Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00