Nýr formaður VR segir SALEK samkomulagið dautt Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2017 20:00 Ragnar Þór Ingólfsson, sem vann stórsigur í formannskjöri hjá VR, ætlar að fara fram á að laun hans verði lækkuð um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann segir SALEK samkomulagið dautt og ætlar ekki að setjast í miðstjórn Alþýðusambands Íslands með núverandi forystu þess. Fráfarandi formaður segir úrslitin koma á óvart. Ragnar Þór Ingólfsson hlaut 63 prósent atkvæða en sitjandi formaður, Ólafía B. Rafnsdóttir 37 prósent í formannskosningu sem lauk í dag. Úrslitin í formannskjöri VR komu mörgum á óvart. En í kosningabaráttunni gagnrýndi verðandi formaður m.a. þátttöku VR í SALEK samkomulaginu, fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðs VR og launahækkun formanns félagsins. Nýkjörinn formaður vill m.a. að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta. En fráfarandi formaður segir þetta ekki á valdsviði formanns VR. „Ég hef nú reynt að koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna í þessari kosningabaráttu að formaður VR hefur það ekki í valdi sínu að afnema verðtryggingu eða lækka vexti. Við getum hins vegar haft áhrif á það en þessar ákvarðanir eru á vettvangi stjórnmálamanna,“ segir Ólafía. Ragnar Þór er sammála þessu en segir að það hafi ekki einu sinni tekist að koma í gegn ályktunum hjá ASÍ um afnám verðtryggingar og þar verði að gera breytingu á. Þá ætlar hann lífeyrissjóðunum að koma að uppbyggingu húsnæðis í þágu launafólks. „Þá er ég ekki að tala um að þeir séu að henda peningunum út í loftið eða gefa þá. Heldur t.d. að fjármagna tímabundið byggingu á íbúðum. Koma að uppbyggingu óhagnaðrdrifinna leigufélaga. það er ekki nóg að byggja íbúðir ef fólk hefur ekki efni á að kaupa þær,“ segir Ragnar Þór. Til að ná þessu þurfi að þrýsta á um lagabreytingar. Þá ætlar Ragnar Þór ekki að þiggja sömu laun og fráfarandi formaður. Ekki hafi verið farið eftir sátt um kjör formanns frá árinu 2009. „Þá mun ég væntanlega fara fram á þau kjör. Út frá þeirri stefnu sem við tókum árið 2009.“Hvað myndu þá laun formannsins lækka mikið? „Ég hef ekki nákvæma krónutölu en alla vega um 300 þúsund reikna ég með,“ segir Ragnar Þór. Ólafía segir VR hafa haft forystu um jafnlaunavottun fyrirtækja. „Ég sem er kona og stýri stærsta stéttarfélaginu í landinu, alla vega í nokkra daga í viðbót, á ekki að vera á lakari kjörum en karlar í sambærilegum störfum,“ segir Ólafía.Eru laun forystumanna í verkalýðshreyfingunni þá of há miðað við það sem gengur og gerist á eyrinni? „Það er aftur á móti önnur umræða. En ég get alveg fullyrt það að verðmæti þessa starfs, sem formaður VR, er 1380 þúsund króna virði,“ segir fráfarandi formaður. Ragnar Þór ætlar ekki að setjast í miðstjórn ASÍ á meðan núverandi forysta er þar við völd. SALEK samkomulagið sé þegar dautt þar sem launafólk sitji eftir á meðan arðgreiðslur séu miklar út úr fyrirtækjum og stjórnmálamenn fái launahækkanir langt umfram vinnandi fólk. „Það verður ekkert traust í þessu samfélagi fyrr en þetta lagast. Við erum með, ef við horfum á grunnþjónustuna; heilbrigðiskerfið, við erum með vaxtamál og húsnæðismál sem eiga ekkert skylt við norræna velferð. Við skulum byrja á því að laga þessa hluti. Síðan skulum við setjast niður og sjá hvort við getum fundið einhverja sameiginlega lausn á norrænu módeli,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Ragnar Þór Ingólfsson ætlar meðal annars að beita sér gegn SALEK-samkomulaginu. 14. mars 2017 15:35 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, sem vann stórsigur í formannskjöri hjá VR, ætlar að fara fram á að laun hans verði lækkuð um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann segir SALEK samkomulagið dautt og ætlar ekki að setjast í miðstjórn Alþýðusambands Íslands með núverandi forystu þess. Fráfarandi formaður segir úrslitin koma á óvart. Ragnar Þór Ingólfsson hlaut 63 prósent atkvæða en sitjandi formaður, Ólafía B. Rafnsdóttir 37 prósent í formannskosningu sem lauk í dag. Úrslitin í formannskjöri VR komu mörgum á óvart. En í kosningabaráttunni gagnrýndi verðandi formaður m.a. þátttöku VR í SALEK samkomulaginu, fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðs VR og launahækkun formanns félagsins. Nýkjörinn formaður vill m.a. að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta. En fráfarandi formaður segir þetta ekki á valdsviði formanns VR. „Ég hef nú reynt að koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna í þessari kosningabaráttu að formaður VR hefur það ekki í valdi sínu að afnema verðtryggingu eða lækka vexti. Við getum hins vegar haft áhrif á það en þessar ákvarðanir eru á vettvangi stjórnmálamanna,“ segir Ólafía. Ragnar Þór er sammála þessu en segir að það hafi ekki einu sinni tekist að koma í gegn ályktunum hjá ASÍ um afnám verðtryggingar og þar verði að gera breytingu á. Þá ætlar hann lífeyrissjóðunum að koma að uppbyggingu húsnæðis í þágu launafólks. „Þá er ég ekki að tala um að þeir séu að henda peningunum út í loftið eða gefa þá. Heldur t.d. að fjármagna tímabundið byggingu á íbúðum. Koma að uppbyggingu óhagnaðrdrifinna leigufélaga. það er ekki nóg að byggja íbúðir ef fólk hefur ekki efni á að kaupa þær,“ segir Ragnar Þór. Til að ná þessu þurfi að þrýsta á um lagabreytingar. Þá ætlar Ragnar Þór ekki að þiggja sömu laun og fráfarandi formaður. Ekki hafi verið farið eftir sátt um kjör formanns frá árinu 2009. „Þá mun ég væntanlega fara fram á þau kjör. Út frá þeirri stefnu sem við tókum árið 2009.“Hvað myndu þá laun formannsins lækka mikið? „Ég hef ekki nákvæma krónutölu en alla vega um 300 þúsund reikna ég með,“ segir Ragnar Þór. Ólafía segir VR hafa haft forystu um jafnlaunavottun fyrirtækja. „Ég sem er kona og stýri stærsta stéttarfélaginu í landinu, alla vega í nokkra daga í viðbót, á ekki að vera á lakari kjörum en karlar í sambærilegum störfum,“ segir Ólafía.Eru laun forystumanna í verkalýðshreyfingunni þá of há miðað við það sem gengur og gerist á eyrinni? „Það er aftur á móti önnur umræða. En ég get alveg fullyrt það að verðmæti þessa starfs, sem formaður VR, er 1380 þúsund króna virði,“ segir fráfarandi formaður. Ragnar Þór ætlar ekki að setjast í miðstjórn ASÍ á meðan núverandi forysta er þar við völd. SALEK samkomulagið sé þegar dautt þar sem launafólk sitji eftir á meðan arðgreiðslur séu miklar út úr fyrirtækjum og stjórnmálamenn fái launahækkanir langt umfram vinnandi fólk. „Það verður ekkert traust í þessu samfélagi fyrr en þetta lagast. Við erum með, ef við horfum á grunnþjónustuna; heilbrigðiskerfið, við erum með vaxtamál og húsnæðismál sem eiga ekkert skylt við norræna velferð. Við skulum byrja á því að laga þessa hluti. Síðan skulum við setjast niður og sjá hvort við getum fundið einhverja sameiginlega lausn á norrænu módeli,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Ragnar Þór Ingólfsson ætlar meðal annars að beita sér gegn SALEK-samkomulaginu. 14. mars 2017 15:35 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Ragnar Þór Ingólfsson ætlar meðal annars að beita sér gegn SALEK-samkomulaginu. 14. mars 2017 15:35