Maðurinn sem lést við yfirborðsköfun í Silfru föstudaginn 10. mars síðastliðinn var bandarískur ríkisborgari fæddur árið 1951. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að bráðabirgðaniðurstaða af krufningu á líki hans sé að hann hafi látist úr hjartaáfalli. Engin merki eru um drukknun.
Maðurinn hafði að sögn vitna kallað eftir aðstoð vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar.
Endurlífgunartilraunir voru reyndar á manninum sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.
