Hertari reglur um köfun í Silfru virtust ekki hafa áhrif á fjölda kafara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:51 Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?