Köfurum í Silfru verður fækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 19:00 Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30