Skarphéðinn Guðmundsson: Galið að taka höfundarrétt ekki alvarlega Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2017 12:39 Sigurður Svavarsson segir það engum sæmandi, síst ríkisfyrirtæki, að troða höfundarrétt fótum. Skarphéðinn segir það aldrei hafa verið ásetningur að stela hönnuninni. „Við tökum höfundarétt alltaf alvarlega, okkur ber að gera það. Annað væri galið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá RUV ohf. Erfitt er að líta hjá því að svo virðist sem hönnun klæðnaðar sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem kynnti annars vel heppnað Eurovision-kvöld RUV, hafi verið stolin. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins þykir sláandi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust.Ragnhildur Steinunn þótti einstaklega glæsileg en það varpar óneitanlega skugga á kvöldið að svo virðist sem hönnun samfestings hennar sé stolin.Þó ýmsir áhangendur Eurovision-söngvakeppninnar vilji gera lítið úr stóra kjólamálinu og hafa það í flimtingum – þá gætu þeir þar með verið að skjóta sjálfa sig í fótinn því málið snýst um höfundar- og sæmdarrétt. Sem seint getur talist léttvægt fundið.RÚV uppvíst af broti á sæmdar- og/eða höfundarrétti Sigurður Svavarsson, virtur útgefandi til margra ára og áratuga, vekur athygli á þeim þætti málsins á Facebooksíðu sinni: „Vernd höfundar- og sæmdarréttar er heilög skylda allra þeirra sem miðla menningarefni. RÚV hefur nú orðið uppvíst að því að troða slíkan rétt fatahönnuðar fótum. Það er bara eitt að gera - biðjast umyrðalaust afsökunar og bjóða viðkomandi fatahönnuði bætur fyrir hugverkastuldinn. Þetta er engu fyrirtæki sæmandi - hvað þá fyrirtæki í eigu ríkis sem á undantekningarlaust að virða þá alþjóðlegu samninga sem það hefur gengist undir.“Aldrei ásetningur að stela hönnuninni Skarphéðinn segist, í samtali við Vísi, ekki þekkja vel forsögu málsins, hvernig samfestingurinn er til kominn. En ef það sé túlkun manna, sérfræðinga og þeirra sem gerst þekkja, þá sé það mjög miður. „Og engin fyrirstaða af minni hálfu að biðjast afsökunar á því og þykir leitt. Það var hins vegar enginn ásetningur þeirra sem áttu hlut að máli, það var ekki það sem vakti fyrir þeim.“Linda lektor telur engum blöðum um það að fletta að um stolna hönnun sé að ræða.Vart er um það deilt að um hönnunarstuld er að ræða. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl en Balmain-samfestinginn er appelsínugulur með örlítið styttri ermum. Linda Björk Árnadóttur, fatahönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands, hefur sagt að um augljósan hönnunarstuld sé að ræða. Og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir líta út fyrir að svo sé: „Þetta er of líkt og væri of mikil tilviljun ef svo væri ekki þannig það er að minnsta kosti mjög erfitt að trúa því að svo sé ekki.“Innblástur eða stuldur? Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir, sú sem saumaði flíkina, segir að engin sé hönnuðurinn á bak við flíkina. Hún hafi verið unnin með innblæstri frá samfestingi Balmain. Þau hafi nákvæmlega vitað af því að þau væru að gera svipaða flík en efnið og beltið væri öðruvísi.Skarphéðinn segir að næst verði vandlega passað uppá að ekkert álíka komi upp.Þannig að vart er um það deilt hvaðan fyrirmyndin er komin. Og ef enginn er hönnuðurinn hlýtur ábyrgðin að vera RUV? Skarphéðinn segir þarna togast á tvö sjónarmið sem eru innblástur og svo stuldur. Ef menn eru að tala um stuld og sú sé niðurstaðan sé það miður. „Ef svo er þykir okkur það að sjálfsögðu miður og erum ekkert of stór til að biðjast afsökunar á slíku. En það var ekki meðvitund gert eða af ásetningi hjá einum né neinum. Við erum með lítið sem ekkert böddsjett og reddingin var sannarlega ekki að stela einu né neinu heldur viða að okkur góðum hugmyndum og gera eitthvað fallegt sem við vonuðumst til að almenn sátt gæti skapast um.“Skuggi á vel heppnað kvöld Óneitanlega varpar þetta nokkrum skugga á annars vel heppnað Eurovision-kvöld. „Alltaf leiðinlegt þegar svona atriði koma upp og ásakanir um annað eins og þetta. Aldrei það sem vakir fyrir okkur, við tökum þetta alvarlega og til skoðunar og rýnum í þetta. Og munum sannarlega passa sérstaklega vel uppá þetta næst,“ segir Skarphéðinn. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03 Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
„Við tökum höfundarétt alltaf alvarlega, okkur ber að gera það. Annað væri galið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá RUV ohf. Erfitt er að líta hjá því að svo virðist sem hönnun klæðnaðar sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem kynnti annars vel heppnað Eurovision-kvöld RUV, hafi verið stolin. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins þykir sláandi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust.Ragnhildur Steinunn þótti einstaklega glæsileg en það varpar óneitanlega skugga á kvöldið að svo virðist sem hönnun samfestings hennar sé stolin.Þó ýmsir áhangendur Eurovision-söngvakeppninnar vilji gera lítið úr stóra kjólamálinu og hafa það í flimtingum – þá gætu þeir þar með verið að skjóta sjálfa sig í fótinn því málið snýst um höfundar- og sæmdarrétt. Sem seint getur talist léttvægt fundið.RÚV uppvíst af broti á sæmdar- og/eða höfundarrétti Sigurður Svavarsson, virtur útgefandi til margra ára og áratuga, vekur athygli á þeim þætti málsins á Facebooksíðu sinni: „Vernd höfundar- og sæmdarréttar er heilög skylda allra þeirra sem miðla menningarefni. RÚV hefur nú orðið uppvíst að því að troða slíkan rétt fatahönnuðar fótum. Það er bara eitt að gera - biðjast umyrðalaust afsökunar og bjóða viðkomandi fatahönnuði bætur fyrir hugverkastuldinn. Þetta er engu fyrirtæki sæmandi - hvað þá fyrirtæki í eigu ríkis sem á undantekningarlaust að virða þá alþjóðlegu samninga sem það hefur gengist undir.“Aldrei ásetningur að stela hönnuninni Skarphéðinn segist, í samtali við Vísi, ekki þekkja vel forsögu málsins, hvernig samfestingurinn er til kominn. En ef það sé túlkun manna, sérfræðinga og þeirra sem gerst þekkja, þá sé það mjög miður. „Og engin fyrirstaða af minni hálfu að biðjast afsökunar á því og þykir leitt. Það var hins vegar enginn ásetningur þeirra sem áttu hlut að máli, það var ekki það sem vakti fyrir þeim.“Linda lektor telur engum blöðum um það að fletta að um stolna hönnun sé að ræða.Vart er um það deilt að um hönnunarstuld er að ræða. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl en Balmain-samfestinginn er appelsínugulur með örlítið styttri ermum. Linda Björk Árnadóttur, fatahönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands, hefur sagt að um augljósan hönnunarstuld sé að ræða. Og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir líta út fyrir að svo sé: „Þetta er of líkt og væri of mikil tilviljun ef svo væri ekki þannig það er að minnsta kosti mjög erfitt að trúa því að svo sé ekki.“Innblástur eða stuldur? Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir, sú sem saumaði flíkina, segir að engin sé hönnuðurinn á bak við flíkina. Hún hafi verið unnin með innblæstri frá samfestingi Balmain. Þau hafi nákvæmlega vitað af því að þau væru að gera svipaða flík en efnið og beltið væri öðruvísi.Skarphéðinn segir að næst verði vandlega passað uppá að ekkert álíka komi upp.Þannig að vart er um það deilt hvaðan fyrirmyndin er komin. Og ef enginn er hönnuðurinn hlýtur ábyrgðin að vera RUV? Skarphéðinn segir þarna togast á tvö sjónarmið sem eru innblástur og svo stuldur. Ef menn eru að tala um stuld og sú sé niðurstaðan sé það miður. „Ef svo er þykir okkur það að sjálfsögðu miður og erum ekkert of stór til að biðjast afsökunar á slíku. En það var ekki meðvitund gert eða af ásetningi hjá einum né neinum. Við erum með lítið sem ekkert böddsjett og reddingin var sannarlega ekki að stela einu né neinu heldur viða að okkur góðum hugmyndum og gera eitthvað fallegt sem við vonuðumst til að almenn sátt gæti skapast um.“Skuggi á vel heppnað kvöld Óneitanlega varpar þetta nokkrum skugga á annars vel heppnað Eurovision-kvöld. „Alltaf leiðinlegt þegar svona atriði koma upp og ásakanir um annað eins og þetta. Aldrei það sem vakir fyrir okkur, við tökum þetta alvarlega og til skoðunar og rýnum í þetta. Og munum sannarlega passa sérstaklega vel uppá þetta næst,“ segir Skarphéðinn.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03 Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03
Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30