Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2017 09:30 Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“ Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira