Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2017 09:30 Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“ Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira