Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2017 09:30 Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“ Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira