Sænsku stelpurnar skutu Rússana aftur niður á jörðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 17:45 Lotta Schelin fagnar marki sínu. Vísir/Getty Svíar fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar sænska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Rússum í fyrri leik dagsins í B-riðli. Svíar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þýskalands í fyrsta leiknum sínum en stigu nú stórt skref að því að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslitin. Rússneska liðið gat tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með sigri eftir 2-1 sigur á Ítölum í fyrsta leik en nú biður liðsins erfiður leikur á móti Þýskalandi í lokaumferðinni. Markadrottningin og fyrirliðinn Lotta Schelin skoraði fyrra markið á 22. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Magdalena Eriksson. Þetta var 87. markið hennar fyrir sænska landsliðið. Markið lá í loftinu en mörkin urðu samt ekki fleiri fyrir hálfleik. Stina Blackstenius bætti síðan við öðru marki á 51. mínútu en hún er 21 árs og tólf árum yngri en Lotta Schelin. EM 2017 í Hollandi
Svíar fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar sænska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Rússum í fyrri leik dagsins í B-riðli. Svíar gerðu markalaust jafntefli við Evrópumeistara Þýskalands í fyrsta leiknum sínum en stigu nú stórt skref að því að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslitin. Rússneska liðið gat tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með sigri eftir 2-1 sigur á Ítölum í fyrsta leik en nú biður liðsins erfiður leikur á móti Þýskalandi í lokaumferðinni. Markadrottningin og fyrirliðinn Lotta Schelin skoraði fyrra markið á 22. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Magdalena Eriksson. Þetta var 87. markið hennar fyrir sænska landsliðið. Markið lá í loftinu en mörkin urðu samt ekki fleiri fyrir hálfleik. Stina Blackstenius bætti síðan við öðru marki á 51. mínútu en hún er 21 árs og tólf árum yngri en Lotta Schelin.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn