Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 11:00 TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Skjáskot TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.” Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.”
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09