Skil milli dags og nætur að mást út Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 20:45 Borgarljós London eru greinileg úr geimnum. Myndin var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2015. Vísir/AFP Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC. Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC.
Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira