Mestu gatnaframkvæmdir sögunnar í borginni í sumar Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 20:00 Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira