Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heilsar einum Sýrlendinganna. vísir/Eyþór Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira