ÍSÍ harmar mismunun vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2017 15:51 Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna vega tilskipunar Bandaríkjaforseta. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harmar þá mismunun sem felst í því að banna ríkisborgurum ákveðinna landa að taka þátt í íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að Meisam Rafiei var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku.Meisam fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum síðan en honum var meinað að fara til Bandaríkjanna sökum þess að hann er fæddur í Íran.Meisam er landsliðsmaður Íslands í teakwondo og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Hann var á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í opna bandaríska taekwondo-mótinu í Las Vegas. Bandaríska sendiráðið sagði í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að ólympíuhreyfingin hafi lagt áherslu á að öllum gefist kostur á að taka þátt í íþróttakeppnum óháð meðal annars trúarbrögðum, upprunalandi og stjórnarfari. „Alþjóðlegar íþróttakeppnir hafa reynst öflug leið til þess að efla skilning og virðingu á milli ólíkra menningarheima og skoðana. Aðgerðir af því tagi sem nú er beitt í Bandaríkjunum vinna beinlínis gegn því að slíkur árangur náist,“ segir í tilkynningunni. „Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hún vinni að því að tryggja sem fyrst aðgang alls íþróttafólks og dómara til keppni í Bandaríkjunum þrátt fyrir tímabundna lokun Bandaríkjanna gagnvart ákveðnum ríkjum. ÍSÍ fagnar þessu framtaki Ólympíunefndarinnar. Þá hefur ÍSÍ upplýst Ólympíunefnd Bandaríkjanna um frávísun Meisam Rafiei, keppanda í taekwondo, og óskað eftir upplýsingum um það hvernig mál eru að þróast í Bandaríkjunum.“ Tengdar fréttir Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harmar þá mismunun sem felst í því að banna ríkisborgurum ákveðinna landa að taka þátt í íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að Meisam Rafiei var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku.Meisam fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fimm árum síðan en honum var meinað að fara til Bandaríkjanna sökum þess að hann er fæddur í Íran.Meisam er landsliðsmaður Íslands í teakwondo og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Hann var á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í opna bandaríska taekwondo-mótinu í Las Vegas. Bandaríska sendiráðið sagði í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að ólympíuhreyfingin hafi lagt áherslu á að öllum gefist kostur á að taka þátt í íþróttakeppnum óháð meðal annars trúarbrögðum, upprunalandi og stjórnarfari. „Alþjóðlegar íþróttakeppnir hafa reynst öflug leið til þess að efla skilning og virðingu á milli ólíkra menningarheima og skoðana. Aðgerðir af því tagi sem nú er beitt í Bandaríkjunum vinna beinlínis gegn því að slíkur árangur náist,“ segir í tilkynningunni. „Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að hún vinni að því að tryggja sem fyrst aðgang alls íþróttafólks og dómara til keppni í Bandaríkjunum þrátt fyrir tímabundna lokun Bandaríkjanna gagnvart ákveðnum ríkjum. ÍSÍ fagnar þessu framtaki Ólympíunefndarinnar. Þá hefur ÍSÍ upplýst Ólympíunefnd Bandaríkjanna um frávísun Meisam Rafiei, keppanda í taekwondo, og óskað eftir upplýsingum um það hvernig mál eru að þróast í Bandaríkjunum.“
Tengdar fréttir Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 31. janúar 2017 13:30
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48