Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:26 Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Vísir/Eyþór Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. Forsetanum barst skipunarbréfið fyrir tveimur sólarhringum. Hann tekur sérstaklega fram í yfirlýsingunni að hann hafi þurft að kynna sér málið vandlega. Hann hafi aflað staðfestingar á framvindu málsins og hvort ekki hefði verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Fól hann forsetraritara að afla upplýsinga frá skrifstofu Alþingis um málið. Í greinargerð frá skrifstofu Alþingis, sem forseta barst og vitnað er til í yfirlýsingunni, kom fram að atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt. Ráðherra hafi lagt fram tillögur um dómarana og farið eftir lögum. Þá hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd einnig lagt fram þingskjal þar sem gerð var tillaga um hvern dómara fyrir sig í tölusettum liðum. Forsetinn átti einnig í samtölum við formenn og forystufólk flokkanna þar sem kom fram að þingmenn flokkanna hefðu ekki andmælt fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunnar. „Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins,“ segir í yfirlýsingunni. Umdeilt mál Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Meðal annars hafi það verið gagnrýnt hvernig ráðherra stóð að málinu og nefnt hafi verið að kosið skyldi um hvert dómaraefni fyrir sig en ekki tillöguna sjálfa í heilu lagi. Yfirlýsingin vitnar til þess að undirskriftarsöfnun hafi hafist á netinu sem hafi hvatt forsetann til að skrifa ekki undir skipunarbréf dómarana 15 á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Þá hafi Jón Þór Ólafsson, þriðji varaforseti Alþingis einnig haft samband við forsetann og lýst yfir efasemdum sínum um málið. Forsetinn ákvað þó að lokum að skrifa undir skipunarbréfið. „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingunni.Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. Forsetanum barst skipunarbréfið fyrir tveimur sólarhringum. Hann tekur sérstaklega fram í yfirlýsingunni að hann hafi þurft að kynna sér málið vandlega. Hann hafi aflað staðfestingar á framvindu málsins og hvort ekki hefði verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Fól hann forsetraritara að afla upplýsinga frá skrifstofu Alþingis um málið. Í greinargerð frá skrifstofu Alþingis, sem forseta barst og vitnað er til í yfirlýsingunni, kom fram að atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt. Ráðherra hafi lagt fram tillögur um dómarana og farið eftir lögum. Þá hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd einnig lagt fram þingskjal þar sem gerð var tillaga um hvern dómara fyrir sig í tölusettum liðum. Forsetinn átti einnig í samtölum við formenn og forystufólk flokkanna þar sem kom fram að þingmenn flokkanna hefðu ekki andmælt fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunnar. „Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins,“ segir í yfirlýsingunni. Umdeilt mál Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Meðal annars hafi það verið gagnrýnt hvernig ráðherra stóð að málinu og nefnt hafi verið að kosið skyldi um hvert dómaraefni fyrir sig en ekki tillöguna sjálfa í heilu lagi. Yfirlýsingin vitnar til þess að undirskriftarsöfnun hafi hafist á netinu sem hafi hvatt forsetann til að skrifa ekki undir skipunarbréf dómarana 15 á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Þá hafi Jón Þór Ólafsson, þriðji varaforseti Alþingis einnig haft samband við forsetann og lýst yfir efasemdum sínum um málið. Forsetinn ákvað þó að lokum að skrifa undir skipunarbréfið. „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingunni.Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni.
Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47
Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00