Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2017 13:20 Vísir/GVA Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir skipan dómara við Landsrétt. Það eru um 10% þess fjölda sem forseti Íslands hefur ýjað að þurfi til að hann synji lögum staðfestingar.Skipan 15 dómara réttarins hefur verið umdeild og þá sérstaklega ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipta út fjórum dómurum sem hæfninefnd þótti í hópi þeirra fimmtán hæfustu.Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Þá hefur verið bent á, síðast í Fréttablaðinu í morgun, að Alþingi stóð ólöglega að skipun dómaranna. Samkvæmt lögum um dómstóla, 50/2016, bar þingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. „Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana,“ segir í texta undirskriftarsöfnunarinnar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, tók í sama streng í liðinni viku. „Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur,“ sagði Jón Þór á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði hringt í forsetann „sem ætlar að taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið,“ eins og Jón orðaði það. Í kosningabaráttu sinni sagði Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti, að réttast væri að festa það í stjórnaskrá að „krefjist tiltekið hlutfall þjóðarinnar þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, þá skuli orðið við því.“Sjá einnig: Jón Þór biðlar til forsetansÁður en þess konar ákvæðis nyti við væri þó eðlilegt að Íslendingar gætu farið þess á leit við forsetann að hann synjaði lögum staðfestingar. Myndi hann í embættistíð sinni verða við slíkum áköllum ef honum bærust „tugir þúsunda undirskrifta.“ Aðspurður um hvað gæti þótt eðlilegur fjöldi undirskrifta hefur Guðni verið ragur við að nefna tiltekið hlutfall kjósenda í því samhengi. „Ég vil ekki láta stilla mér upp við vegg og láta herma upp á mig einhverjar yfirlýsingar að þessu leyti,“ sagði Guðni í samtali við Lögréttu fyrr á þessu ári. 10, 15 prósent?Hann bætti þó við að hann myndi hafa „reynslu úr tíð fyrri forseta til hliðsjónar, ég myndi líta á tillögur sem liggja fyrir Alþingi og einnig tillögu stjórnlagaráðs,“ sem kveður á um undirskriftir frá 15% atkvæðabærra Íslendinga. Til þessa hlutfalls vísaði Guðni reglulega í baráttu sinni í fyrra. „10, 15 prósent kjósenda? Það veit ég ekki, það þarf að ræða“ sagði hann t.a.m. í Forsetaviðtalinu á Vísi áður en hann sagðist sér „vel“ hugnast fyrrnefndar tillögur stjórnarskrárnefndar. Á kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum voru 246.542 og þyrftu Guðna því að berast um 37 þúsund undirskriftir svo að 15% markinu yrði náð. Sem fyrr segir hafa um 3700 skrifað undir Landsréttaráskournina, 10% þess fjölda sem til þyrfti, samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar, til að virkja málskotsrétt forseta. Undirskriftarsöfnunina má nálgast hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir skipan dómara við Landsrétt. Það eru um 10% þess fjölda sem forseti Íslands hefur ýjað að þurfi til að hann synji lögum staðfestingar.Skipan 15 dómara réttarins hefur verið umdeild og þá sérstaklega ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipta út fjórum dómurum sem hæfninefnd þótti í hópi þeirra fimmtán hæfustu.Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Þá hefur verið bent á, síðast í Fréttablaðinu í morgun, að Alþingi stóð ólöglega að skipun dómaranna. Samkvæmt lögum um dómstóla, 50/2016, bar þingi að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. „Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana,“ segir í texta undirskriftarsöfnunarinnar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, tók í sama streng í liðinni viku. „Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur,“ sagði Jón Þór á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði hringt í forsetann „sem ætlar að taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið,“ eins og Jón orðaði það. Í kosningabaráttu sinni sagði Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti, að réttast væri að festa það í stjórnaskrá að „krefjist tiltekið hlutfall þjóðarinnar þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, þá skuli orðið við því.“Sjá einnig: Jón Þór biðlar til forsetansÁður en þess konar ákvæðis nyti við væri þó eðlilegt að Íslendingar gætu farið þess á leit við forsetann að hann synjaði lögum staðfestingar. Myndi hann í embættistíð sinni verða við slíkum áköllum ef honum bærust „tugir þúsunda undirskrifta.“ Aðspurður um hvað gæti þótt eðlilegur fjöldi undirskrifta hefur Guðni verið ragur við að nefna tiltekið hlutfall kjósenda í því samhengi. „Ég vil ekki láta stilla mér upp við vegg og láta herma upp á mig einhverjar yfirlýsingar að þessu leyti,“ sagði Guðni í samtali við Lögréttu fyrr á þessu ári. 10, 15 prósent?Hann bætti þó við að hann myndi hafa „reynslu úr tíð fyrri forseta til hliðsjónar, ég myndi líta á tillögur sem liggja fyrir Alþingi og einnig tillögu stjórnlagaráðs,“ sem kveður á um undirskriftir frá 15% atkvæðabærra Íslendinga. Til þessa hlutfalls vísaði Guðni reglulega í baráttu sinni í fyrra. „10, 15 prósent kjósenda? Það veit ég ekki, það þarf að ræða“ sagði hann t.a.m. í Forsetaviðtalinu á Vísi áður en hann sagðist sér „vel“ hugnast fyrrnefndar tillögur stjórnarskrárnefndar. Á kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum voru 246.542 og þyrftu Guðna því að berast um 37 þúsund undirskriftir svo að 15% markinu yrði náð. Sem fyrr segir hafa um 3700 skrifað undir Landsréttaráskournina, 10% þess fjölda sem til þyrfti, samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar, til að virkja málskotsrétt forseta. Undirskriftarsöfnunina má nálgast hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Lög brotin í meðferð Alþingis Alþingi hefði átt að greiða atkvæði með hverjum umsækjanda um dómarastöðu í Landsrétti. 6. júní 2017 07:00