Markalaust í Dublin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2017 20:30 Katrín Ásbjörnsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, var í byrjunarliðinu í Dublin. mynd/hafliði breiðfjörð Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira