Formaður þýska sambandsins: Möguleiki að Þjóðverjar mæti ekki á HM í Katar 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 18:30 Bastian Schweinsteiger og Philip Lahm fagna með heimsbikarinn 2014. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira