Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 15:00 Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Var sýknudóminum áfrýjað til Hæstaréttar sem nú hefur dæmt í málinu. Báðir neituðu þeir sök og könnuðust hvorugir við að hafa veitt Sigurði áverka en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Á öryggismyndavélum sjást Annþór og Börkur fara inn í klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni.Vísir/Anton Brink Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí árið 2012. Rúmu ári síðar voru Annþór og Börkur ákærðir fyrir stórfellda líkamsáras sem hefði leitt hann til dauða. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Lögreglan gerði nákvæma eftirlíkingu af klefanum á Litla-Hrauni þar sem Regina Preuss réttarmeinafræðingur og Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í málinu, gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Málatilbúningur ákæruvaldsins byggði á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms en lesa má dóminn hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Var sýknudóminum áfrýjað til Hæstaréttar sem nú hefur dæmt í málinu. Báðir neituðu þeir sök og könnuðust hvorugir við að hafa veitt Sigurði áverka en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Á öryggismyndavélum sjást Annþór og Börkur fara inn í klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni.Vísir/Anton Brink Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí árið 2012. Rúmu ári síðar voru Annþór og Börkur ákærðir fyrir stórfellda líkamsáras sem hefði leitt hann til dauða. Rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um ár enda var hún viðamikil. Þannig voru til að mynda þrír sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, fengnir til að skila skýrslum um málið. Lögðu sálfræðingar meðal annars mat á hegðun fanga á Litla-Hrauni sem þeir greindu út frá upptökum úr fangelsinu. Lögreglan gerði nákvæma eftirlíkingu af klefanum á Litla-Hrauni þar sem Regina Preuss réttarmeinafræðingur og Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í málinu, gerðu tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Málatilbúningur ákæruvaldsins byggði á því að Annþór og Börkur hafi veist að Sigurði í klefa hans með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Hlaut Sigurður við það miklar innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans. Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Var þar nefndur til sögunnar ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms en lesa má dóminn hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00
Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00