Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 20:58 Frá fundi sveitarstjórnarinnar. djúpivogur Langþreyttir Austfirðingar lokuðu þjóðvegi 1 í Berufirði, öðru sinni, nú síðdegis til þess að mótmæla frestun vegaframkvæmda. Sveitarstjórn Djúpavíkurhrepps tók þátt í mótmælunum með því að funda á brúnni yfir Berufjarðará þar sem sveitarstjórnarmenn höfðu komið fyrir borði og stólum. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum að skora á samgönguráðherra og Alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar. Ráðherra og þingið þurfi að sameinast um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar. Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, segir að um það bil hundrað manns hafi tekið þátt í mótmælunum í dag. „Við opnuðum veginn aftur um klukkan 19. Það var aðeins minni mæting en síðast, en það var líka nístingskuldi og um 25 vindstig. En það sem stendur upp úr eftir daginn er þessi mikla samstaða og að sjá hvað fólk er einart í þessu,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segist binda vonir við að ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum á morgun að grípa til að gerða, enda séu íbúar orðnir langþreyttir á stórhættulegu ástandinu. „Ég held í vonina um að ríkisstjórnin hlusti á þessar gagnrýnisraddir sem hljóma um allt land. Það er allt brjálað og fólki er algjörlega misboðið. Ekki nóg boðið – misboðið. Það er algjört neyðarástand hérna og það er ekki hægt að bjóða íbúum, börnunum þeirra, ferðamönnum og atvinnubílstjórum upp á svona, því þetta er stórhættulegt,“ segir Berglind. Aðspurð segir hún íbúa ætla að halda aðgerðum sínum áfram, muni stjórnvöld ekki bregðast við kröfu þeirra. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Langþreyttir Austfirðingar lokuðu þjóðvegi 1 í Berufirði, öðru sinni, nú síðdegis til þess að mótmæla frestun vegaframkvæmda. Sveitarstjórn Djúpavíkurhrepps tók þátt í mótmælunum með því að funda á brúnni yfir Berufjarðará þar sem sveitarstjórnarmenn höfðu komið fyrir borði og stólum. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum að skora á samgönguráðherra og Alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar. Ráðherra og þingið þurfi að sameinast um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar. Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, segir að um það bil hundrað manns hafi tekið þátt í mótmælunum í dag. „Við opnuðum veginn aftur um klukkan 19. Það var aðeins minni mæting en síðast, en það var líka nístingskuldi og um 25 vindstig. En það sem stendur upp úr eftir daginn er þessi mikla samstaða og að sjá hvað fólk er einart í þessu,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segist binda vonir við að ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum á morgun að grípa til að gerða, enda séu íbúar orðnir langþreyttir á stórhættulegu ástandinu. „Ég held í vonina um að ríkisstjórnin hlusti á þessar gagnrýnisraddir sem hljóma um allt land. Það er allt brjálað og fólki er algjörlega misboðið. Ekki nóg boðið – misboðið. Það er algjört neyðarástand hérna og það er ekki hægt að bjóða íbúum, börnunum þeirra, ferðamönnum og atvinnubílstjórum upp á svona, því þetta er stórhættulegt,“ segir Berglind. Aðspurð segir hún íbúa ætla að halda aðgerðum sínum áfram, muni stjórnvöld ekki bregðast við kröfu þeirra.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45
Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30