Taka þurfi ofbeldi í miðborginni fastari tökum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 17:40 Ofbeldi í miðborginni er viðvarandi, en óviðunandi, segir Helgi Gunnlaugsson. vísir/pjetur Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Ofbeldi í miðborginni hefur viðgengist lengi og mikilvægt er að taka ofbeldismál fastari tökum, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Tilkynnt var um alls 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári, en lögreglan hefur ekki fengið eins fáar tilkynningar frá árinu 2011 þegar brotin voru 261 talsins. „Borg sem er í alþjóðlegum mælingum friðsöm, og ekki með háa brotatíðni, þá er þetta auðvitað óviðunandi og okkur ber að taka þetta alvarlega og skoða raunverulega betur veruleikann bak við þessar tölur. Hvað þarna er raunverulega að baki, hvað er það sem tengist eins og heimilisofbeldismálum og þessu almannarými eins og miðborginni og skemmtanalífinu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka föstum tökum,“ segir Helgi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður segir Helgi að ofbeldið sé líklega ekki með verra móti en áður, og að jafnvel séu hlutirnir að þróast í rétta átt. Til að mynda hafi ástandið verið mjög slæmt þegar bjórinn var leyfður fyrir tæplega þremur áratugum. „Íslendingar kunnu ekki alveg að fóta sig í þessu nýja umhverfi, þessu skemmtanalífi. Milli 1990 og 2000 vorum við að fá margvísleg ofbeldisverk en mér finnst í það heila að þetta sé að færast í rétta átt, en samt er þetta ekki orðið nógu gott hjá okkur.“ Þá segir hann að allir þurfi að taka þátt í að reyna að draga úr fjölda ofbeldisbrota. „Við þurfum að minna okkur á það sífellt að taka fast á þessu; borgararnir, lögregluyfirvöld og skemmtistaðir, að bera ábyrgð hvert á öðru. Það eru margir sem þurfa að koma þarna saman. [...] Þetta er of mikið og við eigum að taka þessu alvarlega og draga úr þessum fjölda – helst að koma í veg fyrir svona mál.“ Hlusta má á viðtalið við Helga í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. 9. mars 2017 10:59