Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, er ekki ánægð með Óttarr Proppé. vísir/gva/ernir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00