Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið af embætti varastórsírs hjá Oddfellowreglunni.
Frá þessu er greint á vef Oddfellow-reglunnar en um er að ræða tilkynningu frá stjórn reglunnar. Þar segir að Ásmundur hafi lagt fram ósk sín um að láta af embættinu af persónulegum ástæðum á fundi stjórnar Stórstúkunnar 1. nóvember síðastliðinn.
Varð stjórnin að ósk hans og þakkar honum áralangt gott samstarf.
Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni
Birgir Olgeirsson skrifar
