Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Sveinn Arnarsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Fiskeldi er svo sannarlega stækkandi atvinnugrein og skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum. Vísir/pjetur Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira