„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 12:30 Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira