Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2017 13:00 Erna Solberg og Jonas Gahr Støre bítast um það hver mun gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar. Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Sjá meira
Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Sjá meira
Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53
Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38