Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal fundarmanna. Einnig Oddur Helgason ættfræðingur sem er fremstur á myndinni. Vísir/stefán Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. „Þess er krafist að rannsakað sé og leitt til fulls í ljós hvar austurmörk hans nákvæmlega liggja,“ segir í ályktun fundarmanna. Um er að ræða garðinn sem er fyrir aftan Landsímahúsið og er oft kallaður Fógetagarður. Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareitnum vegna hótelbyggingar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á dögunum. Fundarmenn kröfðust þess í gær að borgarstjórn heimili ekki að bygging rísi í gamla kirkjugarðinum, „eins og uppi eru áform um“. Þá kröfðust fundarmenn þess að skipulagsyfirvöld leiðréttu „villu í deiliskipulagsuppdrætti Landsímareits, þar sem mörk Víkurgarðs eru ranglega færð og aðeins látin ná að vesturhlið Landsímahússins“. Er sagt í yfirlýsingunni að skipulagsyfirvöldum sé vel kunnugt um að svo sé ekki. Sýnt hafi verið fram á að austurmörk garðsins nái langleiðina út að Thorvaldsensstræti. En Varðmennirnir eru ekki þeir einu sem hafa fjallað um málið undanfarið. Á kirkjuþingi í síðustu viku var skorað á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. „Þess er krafist að rannsakað sé og leitt til fulls í ljós hvar austurmörk hans nákvæmlega liggja,“ segir í ályktun fundarmanna. Um er að ræða garðinn sem er fyrir aftan Landsímahúsið og er oft kallaður Fógetagarður. Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareitnum vegna hótelbyggingar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á dögunum. Fundarmenn kröfðust þess í gær að borgarstjórn heimili ekki að bygging rísi í gamla kirkjugarðinum, „eins og uppi eru áform um“. Þá kröfðust fundarmenn þess að skipulagsyfirvöld leiðréttu „villu í deiliskipulagsuppdrætti Landsímareits, þar sem mörk Víkurgarðs eru ranglega færð og aðeins látin ná að vesturhlið Landsímahússins“. Er sagt í yfirlýsingunni að skipulagsyfirvöldum sé vel kunnugt um að svo sé ekki. Sýnt hafi verið fram á að austurmörk garðsins nái langleiðina út að Thorvaldsensstræti. En Varðmennirnir eru ekki þeir einu sem hafa fjallað um málið undanfarið. Á kirkjuþingi í síðustu viku var skorað á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. „Niðurlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira