Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 13:00 Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að opna umfangsmikla rannsókn á meintu kosningasvindli í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Fyrir kosningarnar hélt hann því fram að verið væri að svindla á sér og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. Hann hefur þó aldrei lagt fram sannanir fyrir yfirlýsingum sínum. Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum. Meðal þess sem hann vill að verði skoðað er hvort að ólöglegir innflytjendur hefðu kosið, látið fólk og hvort einhverjir hefðu kosið í tveimur ríkjum.I will be asking for a major investigation into VOTER FRAUD, including those registered to vote in two states, those who are illegal and....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2017 even, those registered to vote who are dead (and many for a long time). Depending on results, we will strengthen up voting procedures!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2017 Nú síðast hélt Trump því fram í byrjun vikunnar að hann hefði unnið með meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra atkvæða hefðu ekki borist. Sean Spicer talsmaður Hvíta hússins ítrekaði þessa trú Trump og sagði hana byggja á „upplýsingum sem honum hefði borist“.Engar vísbendingar um umfangsmikið kosningasvindl hafa hins vegar komið fram. Spicer benti á Pew rannsókn til stuðnings ásökunum Trump, en samkvæmt Politico hefur höfundur rannsóknarinnar gefið út að hún styðji ekki við yfirlýsingar Trump. Hann segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að milljónir látinna einstaklinga væru skráðir kjósendur, en þeir hefðu ekki fundið vísbendingar um að nokkur þeirra hefði kosið. Öldungadeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir þó að vandamálið sé ekki kosningasvindl. Þess í stað sé það að Repúblikanar hafi gert fátækum, lituðum og gömlu fólki erfiðara að kjósa.Trump is telling Republicans to accelerate voter suppression, to make it harder for the poor, young, elderly and people of color to vote. https://t.co/dMBKr5Kopn— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017 The great political crisis we face is not voter fraud, which barely exists. It's voter suppression and the denial of voting rights.— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017 Our job is to fight back, and do everything we can to protect American democracy from cowardly Republican governors and legislators.— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Þónokkrir fatahönnuðir hafa ákveðið að klæða ekki nýju forsetafrúnna vegna skoðanna Trump. 25. janúar 2017 10:30 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að opna umfangsmikla rannsókn á meintu kosningasvindli í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Fyrir kosningarnar hélt hann því fram að verið væri að svindla á sér og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. Hann hefur þó aldrei lagt fram sannanir fyrir yfirlýsingum sínum. Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum. Meðal þess sem hann vill að verði skoðað er hvort að ólöglegir innflytjendur hefðu kosið, látið fólk og hvort einhverjir hefðu kosið í tveimur ríkjum.I will be asking for a major investigation into VOTER FRAUD, including those registered to vote in two states, those who are illegal and....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2017 even, those registered to vote who are dead (and many for a long time). Depending on results, we will strengthen up voting procedures!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2017 Nú síðast hélt Trump því fram í byrjun vikunnar að hann hefði unnið með meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra atkvæða hefðu ekki borist. Sean Spicer talsmaður Hvíta hússins ítrekaði þessa trú Trump og sagði hana byggja á „upplýsingum sem honum hefði borist“.Engar vísbendingar um umfangsmikið kosningasvindl hafa hins vegar komið fram. Spicer benti á Pew rannsókn til stuðnings ásökunum Trump, en samkvæmt Politico hefur höfundur rannsóknarinnar gefið út að hún styðji ekki við yfirlýsingar Trump. Hann segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að milljónir látinna einstaklinga væru skráðir kjósendur, en þeir hefðu ekki fundið vísbendingar um að nokkur þeirra hefði kosið. Öldungadeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir þó að vandamálið sé ekki kosningasvindl. Þess í stað sé það að Repúblikanar hafi gert fátækum, lituðum og gömlu fólki erfiðara að kjósa.Trump is telling Republicans to accelerate voter suppression, to make it harder for the poor, young, elderly and people of color to vote. https://t.co/dMBKr5Kopn— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017 The great political crisis we face is not voter fraud, which barely exists. It's voter suppression and the denial of voting rights.— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017 Our job is to fight back, and do everything we can to protect American democracy from cowardly Republican governors and legislators.— Bernie Sanders (@SenSanders) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Þónokkrir fatahönnuðir hafa ákveðið að klæða ekki nýju forsetafrúnna vegna skoðanna Trump. 25. janúar 2017 10:30 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28
Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Þónokkrir fatahönnuðir hafa ákveðið að klæða ekki nýju forsetafrúnna vegna skoðanna Trump. 25. janúar 2017 10:30
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14