Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 12:30 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur Herjólfs. Vísir/Eyþór Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag. Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag.
Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16