Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar sigri á móti Færeyjum. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei náð í stig á móti Þýskalandi og ekki skorað hjá þeim þýsku í meira en þrjá áratugi. Þær þýsku hafa þó líklega aldrei legið betur við höggi en í dag þegar liðin mætast í undankeppni HM 2019. 22 ára sigurganga þýska kvennalandsliðsins á EM endaði á móti Danmörku í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Hollandi síðasta sumar og þýsku stelpurnar rétt mörðu 1-0 sigur í síðasta leik á sjálfsmarki mótherja sinna í Tékklandi. Karlalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018 en tryggði sér samt sem áður sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Nú þurfa stelpurnar okkar að fara erfiða leið ætli þær sér inn á HM í fyrsta sinn. Fyrsta krefjandi skrefið þarf að taka í Wiesbaden í dag.Margt jákvætt gerst Góð úrslit á móti þýsku grýlunni myndu breyta miklu í baráttunni um HM-sætið en það er enginn að segja að það verði auðvelt. Þýska liðið er í sárum eftir slakt EM-sumar og þar innanborðs er enginn skortur á heimsklassa leikmönnum. Sex af þeim eru liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýsku meisturunum í VfL Wolfsburg. Aðrar spila með öflugum liðum eins og 1. FFC Frankfurt, Turbine Potsdam og Bayern München. Það hefur margt jákvætt gerst síðan íslensku stelpurnar komu hnípnar heim af Evrópumótinu í Hollandi þar sem árangurinn var langt undir væntingum. Íslenska liðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar, atvinnumönnum liðsins hefur fjölgað frá því í sumar og fjórar af leikmönnum íslenska landsliðsins eru komnar áfram með liðum sínum í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það, og að stelpurnar héldu þjálfara sínum Frey Alexanderssyni, er bensín á bílinn sem þær ætla að keyra sögulega leið á HM í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn í þrjá áratugi ganga íslensku landsliðsstelpurnar til leiks á móti Þýskalandi án þess að vera að mæta ríkjandi Evrópumeisturum. Þær eru reyndar Ólympíumeistarar síðan í Ríó þannig að það er ekki eins og síðustu ár hafi verið eintóm vonbrigði þrátt fyrir verðlaunaskort á síðasta HM (2015) og síðasta EM (2017).Ekki mark í þrjá áratugi Ísland hefur hins vegar beðið lengi eftir því að gera eitthvað á móti þýsku grýlunni. Fyrsti leikur Íslands og Þýskalands hjá A-landsliðum kvenna var á Kópavogsvellinum 27. júlí 1987. Þjóðirnar mættust tvisvar í þessari ferð Þjóðverja til landsins og svo aftur tvisvar í september ári síðar. Allir leikirnir töpuðust en íslensku stelpurnar náðu að skora þrjú mörk. Enginn gat þá séð fyrir að glæsimark Guðrúnar Sæmundsdóttur beint úr aukaspyrnu á 54. mínútu í leik í Delmenhorst 6. september 1987 yrði eina mark Íslands á móti Þýskalandi í 30 ár. Staðreyndin er hins vegar sú að íslenska liðið hefur ekki skorað hjá því þýska síðan. Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum 30 árum og markatalan er 39-0 þýska liðinu í vil. Síðasti leikur þjóðanna var í Algarve-bikarnum í mars 2014 og tapaðist hann 5-0. Mínúturnar nálgast nú þúsund.Jafntefli væri sigur Nú er stóra spurningin hvort það sé komið að tímamótum á móti þýsku grýlunni. Jafntefli væri sigur fyrir okkar stelpur enda eitthvað sem þær hafa aldrei afrekað á móti einu allra besta kvennalandsliðið heims. Leikurinn hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira