Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFP „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00