Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFP „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00