María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 10:50 María Lilja og Salka Sól létu ekki ungan aldur og aldurstakmark á skemmtistaðina aftra sér frá því að kanna hvað þar gekk á. Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira