María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 10:50 María Lilja og Salka Sól létu ekki ungan aldur og aldurstakmark á skemmtistaðina aftra sér frá því að kanna hvað þar gekk á. Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira