Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Staðan á vinnumarkaði verður mjög flókin ef samningar verða opnaðir að nýju. vísir/vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman í gær til að ræða stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mögulegan forsendubrest samninganna. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í fyrradag til að fara yfir forsendur samninganna en niðurstöðu viðræðna þeirra er að vænta í lok mánaðarins. Þrjár forsendur eru í samþykktum kjarasamningi frá vorinu 2015. Í fyrsta lagi um efndir um félagslegar íbúðir, aukið framboð húsnæðis, lækkun byggingarkostnaðar, stuðning við almennan leigumarkað og stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Í annan stað um að launahækkanir samnings ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga og í þriðja lagi um aukinn kaupmátt á samningstímanum.Halldór Benjamín ÞorbergssonForseti og báðir varaforsetar Alþýðusambandsins hafa látið í veðri vaka að forsendur væru brostnar og samningar gætu opnast í byrjun mars. Hækkun kjararáðs á launum kjörinna fulltrúa hefur þar haft mikið að segja og farið þversum ofan í launþegahreyfinguna. Fjórir einstaklingar sitja í forsendunefnd ASÍ og SA, tveir frá hvorum aðila. Mun hópurinn samkvæmt kjarasamningnum hafa tíma til 28. febrúar til að svara því hvort forsendur samnings haldi eða ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ekki tímabært að ræða það hvað hafi komið út úr fundi forsendunefndar. „Við funduðum á þriðjudag um stöðu mála. Við munum síðan hafa tíma til loka mánaðarins til að senda frá okkur niðurstöðu. Á meðan svo er mun ég ekki tjá mig um efni fundarins,“ segir Halldór Benjamín. Samninganefnd ASÍ kom einnig saman í gær til að ræða þá stöðu sem er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þungt hljóð í fulltrúum launþega. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, segir ekki tímabært að ræða við fjölmiðla eins og staðan er núna. „Nú hafa bæði forsendunefndin og samninganefnd ASÍ komið saman. Nú verðum við að ræða við fólkið okkar, baklandið, og heyra frá þeim hvernig þau líta á stöðuna,“ segir Björn. Þó að niðurstaðan verði sú að forsendur séu brostnar getur verið biðleikur að fresta samningsgerð um eitt ár. Margir launþegar hafi í verkfalli sjómanna þurft að taka á sig miklar skerðingar. Erfitt væri fyrir fólk í fiskvinnslu að fara í langt verkfall eftir það sem á undan hafi gengið. Einnig eru stórir hópar með opna samninga á árinu. Til að mynda kennarar, læknar og BHM. Að mati sumra innan Alþýðusambandsins gæti verið sniðugt að leyfa þessum hópum að byrja baráttuna. Því gæti Alþýðusambandið fylgt í kjölfarið í febrúar að ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira