Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 11:15 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira