Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 11:15 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira