Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 11:15 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. Frumvarpið snýr að því að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launalækkun til þingmanna en ákvörðunin skal ekki taka gildi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi þar sem kjarasamningar koma þá til almennrar endurskoðunar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, bar tillöguna upp en þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar studdu að gerð yrði þessi breyting á dagskrá þingfundarins. Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna hins vegar ekki. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, kom í pontu og gerði athugasemd við það að Píratar hafi komið fram með dagskrártillöguna við lok þingfundar í gær en ekki sett hana fram á fundi þingflokksformanna eða á fundi forsætisnefndar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að formenn allra flokka, þar á meðal Pírata, hefðu fjallað um það í desember hvernig taka ætti á „þessu kjararáðsmáli.“ Hann sagði formennina meðal annars hafa rætt það hvort hægt væri að fella úrskurði kjararáðs úr gildi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt heldur yrði að fara þá leið sem gert var þar sem greiðslur til þingmanna voru lækkaðar um 150 þúsund. „Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara að skipta hér um skoðun að taka þetta mál til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu til þessa máls með því að taka það annað hvort á dagskrá eða vísa því frá og við Framsóknarmenn leggjumst gegn því að málið verði tekið á dagskrá,“ sagði Sigurður Ingi. Tillaga Pírata var því felld með 37 atkvæðum gegn 18.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira