Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:27 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, var ákveðin í ræðu sinni á Alþingi og lagði áherslu á ný vinnubrögð og gagnsæji. Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Ásta telur að á þessum nýju tímum séu landsmenn að gera kröfu um endurnýjun, fjölbreyttni og ný vinnubrögð á Alþingi. „Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn“ segir Ásta og bendir á að þessi ríkisstjórn sé langt frá því að vera draumur Pírata. Hún nefnir að þau muni vissulega veita henni aðhald en einnig munu þau styðja góð málefni, komi þau fram. Ásta Guðrún talaði sérstaklega um ráðherraábyrgðina og á þar við ónákvæmni Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra þegar hann var spurður út í skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. Hún telur að upplýsingar um Panamaskjölin sem komu fram á síðasta ári séu dæmi um spillingu og það sé kallað lygi þegar menn fari vísvitandi með rangt mál. Það skiptir greinilega máli að vera besti vinur aðal segir hún og nefnir að lítið sé um tækifæri til að hafa áhrif á ytri aðstæður þegar meirihlutinn „valtar alltaf yfir restina.“ Ásta lagði áherslu á að auka þyrfti gagnsæi, fylgja stjórnsýslulögum og að koma þyrfti nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið. „Það eina sem er öruggt er að framtíðin mun koma okkur á óvart en við tökum henni með opnum örmum,“ sagði Ásta og má þá álykta að Píratar séu tilbúnir að ganga rögglega fram í kjörtímabilið. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Ásta telur að á þessum nýju tímum séu landsmenn að gera kröfu um endurnýjun, fjölbreyttni og ný vinnubrögð á Alþingi. „Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn“ segir Ásta og bendir á að þessi ríkisstjórn sé langt frá því að vera draumur Pírata. Hún nefnir að þau muni vissulega veita henni aðhald en einnig munu þau styðja góð málefni, komi þau fram. Ásta Guðrún talaði sérstaklega um ráðherraábyrgðina og á þar við ónákvæmni Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra þegar hann var spurður út í skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. Hún telur að upplýsingar um Panamaskjölin sem komu fram á síðasta ári séu dæmi um spillingu og það sé kallað lygi þegar menn fari vísvitandi með rangt mál. Það skiptir greinilega máli að vera besti vinur aðal segir hún og nefnir að lítið sé um tækifæri til að hafa áhrif á ytri aðstæður þegar meirihlutinn „valtar alltaf yfir restina.“ Ásta lagði áherslu á að auka þyrfti gagnsæi, fylgja stjórnsýslulögum og að koma þyrfti nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið. „Það eina sem er öruggt er að framtíðin mun koma okkur á óvart en við tökum henni með opnum örmum,“ sagði Ásta og má þá álykta að Píratar séu tilbúnir að ganga rögglega fram í kjörtímabilið.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira