Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 19:48 Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“ Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“
Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent