Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 13:00 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. Vísir/Anton Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira