„Hugur okkar er með vinum okkar Bretum og fórnarlömbum og aðstandendum þeirra,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi.
Guðlaugur hefur sent Bretum samúðarkveðjur fyrir hönd Íslands og segir það þyngra en tárum taki að hugsa til voðaverka gærkvöldsins. „Þetta er þyngra en tárum taki að fólk ráðist á börn og ungmenni, saklaust fólk sem hefur ekkert gert af sér.“
Alls eru 22 látnir og á sjötta tug særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Manchester Arena í gærkvöldi. Nokkrir Íslendingar voru á svæðinu en ekki er vitað til þess að Íslending hafi sakað, en utanríkisráðuneytið hvetur fólk sem var á staðnum að láta aðstandendur vita.
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“

Tengdar fréttir

Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Ekki vitað til þess að Íslendinga hafi sakað
Utanríkisráðuneytið hvetur fólk til að láta aðstandendur vita af sér.